spot_img
HomeFréttirÁrgangamót Hauka

Árgangamót Hauka

 
 
Haukar ætla að blása til árgangamóts næstkomandi laugardag þann 1. október milli kl. 16.00-19.00. Leikið verður að Ásvöllum og eru fjórir saman inn á í einu, en leiktími er 2×10 mín. Hvert lið fær minnst þrjá leiki á mótinu.
Eftir mót verður boðið upp mat í veislusal Hauka og léttar veitingar í boði á sanngjörnu verði.
 
Gjaldgengir eru þeir sem eru fæddir 1981 eða fyrr, hafa æft með Haukum og hafa ekki leikið í efstu tveim deildum síðastliðin tvö ár.
 
Fréttir
- Auglýsing -