Árlegt árgangamót Hauka í körfuknattleik er á næsta leiti en mótið verður haldið þann 5. október næstkomandi. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið en fyrri mót hafa gengið vel og mikil stemning myndast.
Allir þeir sem æft hafa körfuknattleik með Haukum á einhverjum tímapunkti, og eru fæddir 1983 eða fyrr, eru gjaldgengir fyrir utan þá sem spiluðu í efstu tveimur deildum á síðustu leiktíð.
Opnað hefur fyrir skráningu og er því um að gera að fara að hóa gamla liðsfélaga saman.