spot_img
HomeFréttirAppelsína kom Brynjari í gang

Appelsína kom Brynjari í gang

Leikmenn beggja liða voru almennt heldur sáttir með kvöldið í samtali við Karfan.is eftir að KR vann Hött með níu stigum eftir að gestirnir frá Egilsstöðum höfðu leitt leikinn á löngum tímabilum.

 

Hreinn Gunnar Birgisson leikmaður Hattar átti fínan leik í kvöld og skilaði fínum tölum. „Við spiluðum flotta liðsvörn og erum mjög góðir í fyrri hálfleik.“ sagði Hreinn og talaði einnig kíminn um fautaskap Björns Kristjánssonar.

 

Liðsfélagarnir Darri Hilmarsson og Brynjar Þór Björnsson voru sammála um að KR hefði verið þungt og stemmningslítið í fyrri hálfleik og vildu meina að erfitt leikjaprógramm síðustu vikna hefði átt sök í máli. Brynjar þakkaði appelsínu í hálfleik fyrir góðan þriðja leikhluta og hrósaði Hetti fyrir góðan leik. Hvorugur vildi hafa of miklar yfirlýsingar næstu leiki en framundan eru stórir leikir í deild og bikar.

 

 

Viðtöl / Ólafur Þór Jónsson – @Olithorj

Fréttir
- Auglýsing -