Andy Johnston á án nokkurs vafa eftir að setja svip sinn á næsta körfuboltavetur ef marka má frammistöðu hans á línunni í þeim leikjum sem Keflvíkingar hafa spilað hingað til. Andy var ráðinn til Keflvíkinga í stað Sigurðar Ingimundarsonar eftir síðasta vetur og óhætt að segja að kappinn er gríðarlega meðvirkur allan leikinn.
Andy sagði í spjalli við Karfan TV eftir leik hans manna gegn Tindastól að engin leikur væri auðveldur leikur og að lið hans ætti eitthvað í land ennþá með varnarleik sinn en að sóknarleikurinn væri að smella ágætlega og óhætt að taka undir þau orð hans þar sem Keflvíkingar skoruðu rúmlega 100 stig í kvöld á Skagfirðinga. Viðtalið má sjá hér að neðan.