spot_img
HomeFréttirAlmar sagður með tilboð frá fjölda háskóla

Almar sagður með tilboð frá fjölda háskóla

Leikmaður Sunrise Christian og undir 18 ára liðs Íslands, KR-ingurinn Almar Orri Atlason er sagður vera með tilboð frá nokkrum háskólum fyrir næsta tímabil 2022-23. Staðfestir Joe Lieberman hjá Pro Insight þetta á samfélagsmiðlum nú fyrir helgi. Samkvæmt Joe mun Almar vera með tilboð á borðinu frá Campbell, UC Santa Barbara, San Jose State og Nebraska.

Almar mun leika með Sunrise Christian Academy menntaskólanum í Bandaríkjunum á þessu tímabili, en það er einn hæst skrifaði miðskóli Bandaríkjanna, svo ekki er ólíklegt að hann fái nokkuð mikla athygli vestan hafs í vetur.

Eftir að hafa slegið í gegn með U18 lið Íslands á Evrópumótinu nú í sumar fékk Almar mikið lof einhverra helstu greinanda ungra leikmanna í heiminum í dag, þar sem að Jonathan Givony á ESPN lét frá sér að frammistaða hans á mótinu væri ein sú besta sem hann hafi séð í sumar.

Fréttir
- Auglýsing -