spot_img
HomeFréttirAlma Rut úr leik með slitið krossband

Alma Rut úr leik með slitið krossband

7:00

{mosimage}

Grindvíkingurinn Alma Rut Garðarsdóttir verður að öllum líkindum ekkert með Grindavík í Iceland Express deild kvenna á næstu leiktíð. Alma sleit nýverið krossband og bíður þess að komast í aðgerð við meiðslum sínum. Ekki aðeins er þetta blóðtaka fyrir körfuknattleikslið Grindavíkur heldur leikur Alma einnig með kvennaknattspyrnuliði GRV í 1. deild kvenna og verður því ekkert með þeim á grasinu í sumar.

„Ég var með GRV í leik gegn ÍA sem við unnum örugglega 9-0 og var að hlaupa með boltann upp úr vörninni þegar ég bara hrundi niður. Þetta var frekar undarlegt og ég heyrði góðan smell þegar þetta gerðist,“ sagði Alma í samtali við Karfan.is.

 

„Eftir myndatökur kom það í ljós að krossband hefði slitnað hjá mér og þá fór ég einnig úr lið í leiðinni,“ sagði Alma sem er nú iðin við kolann í ræktinni og ætlar sér að koma tvíelfd aftur til leiks.

 

Alma lék 21 deildarleik með bikarmeisturum Grindavíkur í vetur en þar gerði hún að jafnaði 2 stig í leik ásamt því að lyfta bikarnum á loft í Laugardalshöll eftir frækinn sigur Grindavíkur á Haukum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -