spot_img
HomeFréttirAllt undir á Spáni í kvöld

Allt undir á Spáni í kvöld

Það er ekki bara úrslitakeppnisgeðveiki í NBA þessa dagana. Í kvöld fer fram oddaleikur Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn. Staðan í einvíginu er 2-2 og hafa liðin skipst á vinna leikina. Fyrstu tveir leikirnir voru í Madrid og næstu tvær í Barcelona og oddaleikurinn verður í Madrid. Leikurinn hefst kl. 22.00 að staðartíma sem gerir kl. 20.00 hér á Íslandi.
 
Barcelona vann síðasta leik 73-62 eftir umdeilt atvik í lok leiksins. Í stöðunni 65-61 þegar 1:20 var eftir af leiknum dribblaði, Króatinn, Ante Tomic boltanum í löbbina á sér og boltinn fór út af. Í stað þess að Real ætti innkastið fékk Barcelona innkastið. Leikmenn Real Madrid urðu fokreiðir við þetta og uppskáru enga samúð frá dómurum leiksins heldur tæknvillur. Við þetta kláraði Barcelona leikinn og því ljóst að það verður gríðarlegur hiti í leikmönnum í kvöld.
 
Allir fjórir leikirnir hafa verið hnífjafnir og frábær skemmtun og hafa ráðist á lokasekúndunum.
 
Juan Carlos Navarro, aðalstjarna Barcelona, meiddist líttilega í leik fjögur og það kemur í ljós rétt fyrir leik hvort hann verði með.
Fréttir
- Auglýsing -