spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁlftnesingar tryggðu sig í fyrsta skipti í undanúrslit

Álftnesingar tryggðu sig í fyrsta skipti í undanúrslit

Álftnesingar eru komnir í undanúrslit Bónus deildar karla eftir sigur gegn Njarðvík í fjórða leik liðanna, 104-89.

Álftanes vann einvígið því 3-1 og munu þeir mæta deildarmeisturum Tindastóls í næstu umferð.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn framan af þó heimamenn í Álftanesi hafi verið skrefinu á unda. Leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta og ellefu stigum í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum gera þeir vel að hleypa Njarðvík aldrei inn í leikinn. Byggja sér hægt og bítandi upp þægilega 20 stiga forystu og líta nánast ekki til baka. Njarðvík nær þó í tvö skipti ágætis áhlaupum, en komast aldrei mikið inn fyrir átta stigin áður en Álftnesingar setja fótinn aftur á bensíngjöfina. Að lokum vinna þeir leikinn sannfærandi, 104-89.

Atkvæðamestir fyrir Njarðvík í leiknum voru Khalil Shabazz með 31 stig, 5 fráköst og Dwayne Lautier-Ogunleye með 15 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.

Fyrir Álftanes var atkvæðamestur Dimitrios Klonaras með 22 stig og 12 fráköst. Honum næstur var Justin James með 26 stig og 12 fráköst.

Álftnesingar eru í fyrsta skipti í sögu félagsins komnir í undanúrslit úrslitakeppninnar, en þar eru þeir á sínu öðru ári í deildinni, en tímabilið 2023-24 voru þeir nýliðar í fyrsta sinn í deildinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -