spot_img
HomeFréttirÁlftnesingar semja við stjörnu úr háskólaboltanum

Álftnesingar semja við stjörnu úr háskólaboltanum

Álftanes hefur samið við Douglas Wilson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Douglas kemur á nesið frá South Dakota State, þar sem hann skoraði um 17 stig í leik á þremur leiktíðum og var verðlaunum hlaðinn. Hann er 201 cm á hæð og leikur stöðu miðherja og kraftframherja.

Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs.

Fréttir
- Auglýsing -