15:47
{mosimage}
(Lisa Willis var stigahæst heimastúlkna með 25 stig)
Alexander Ermolinskij og lið hans Chevakata Vologda komust í 8-liða úrslit FIBAEuroCup kvennakeppninnar í gær. Liðið tók þá á móti slóvakíska liðinu K Cero VODS Kosice en þær slóvakísku sigruðu fyrri leikinn með 8 stigum, 78-70.
Leikurinn í gær var æsispennandi og og skiptust liðin á að hafa forystu og í byrjun þriðja leikhluta náðu gestirnir 8 stig forystu og útlitið ekki bjar fyrir þær rússnesku. En með góðum leik í þeim þriðja leikhluta þar sem þær skoruðu 16 stig gegn 5 fór þær að eygja von aftur og þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum leiddu þær með 9 stigum 73-64. Eftir það skoruðu leikmenn liðanna lítið og þegar 1:36 voru eftir var staðan 74-68. Lisa Willis skoraði svo þriggja stiga körfu fyrir Chevakata og staðan 77-68. Gestirnir fóru í sókn og fengu tvö tækifæri til að skora en hittu úr hvorugu og brutu strax á heimamönnum sem voru ekki komnir í bónus strax og það var ekki fyrr en 12 sekúndur voru eftir sem Slóvakarnir komu Rússunum á vítalínuna. Ekaterina Demagina skoraði úr öðru vítinu og leiknum lauk 78-68 og heimastúlkur eru komnar áfram. Þar mæta þær ítalska liðinu Faenza sem sló út spænska liðið Hondarribia-Irun í 16 liða úrslitunum. Ítalska liðið er á toppin ítölsku deildarinnar með 17 sigra í 18 leikjum svo það er ljóst að róðurinn verður erfiður hjá Chevakata.
Þá má geta þess að af liðunum 8 í 8-liða úrslitum eru 4 rússnesk, 3 ítölsk og 1 ísraelskt.
Mynd: www.fibaeurope.com