spot_img
HomeFréttirAlexander Dungal til Vals

Alexander Dungal til Vals

12:55

{mosimage}

Alexander Dungal leikmaður FSu hefur gengið til liðs við sitt uppeldisfélag Val, þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Valur var að senda frá sér.

 

 

Fréttatilkynningin í heild.

 Það er afar ánægjulegt að tilkynna að Alexander Dungal er kominn heim í Val. Hann hefur skrifað undir 3 ára samning og verður liðinu mikill liðstyrkur.  Alli hóf ungur að leika körfuknattleik með Val en fór í körfubolta akademíuna á Selfossi fyrir tveimur árum. Alli stóð sig mjög vel síðustu tvö ár og hefur vaxið mikið sem leikmaður.Allir er einn efnilegasti og besti leikmaður landsins sem hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Á síðasta tímabili skoraði Alli rúmlega 17 stig og tók 6 fráköst. Það eru frábærar fréttir að Alli sé kominn í Val og markmið liðsins er að komast upp í efstu deild. Fyrr í vikunni var gengið frá þjálfara liðsins til þriggja ára og á næstu dögum verða frekari fréttir af leikmönnum félagsins. Mynd: www.basket.is 

Fréttir
- Auglýsing -