spot_img
HomeFréttirÁlborg sk 88 mótið á dagskrá 15.-16. september

Álborg sk 88 mótið á dagskrá 15.-16. september

Dagana 15 – 16 september fer Álborg sk 88 mótið fram í Borgarnesi. Er þetta í fyrsta jómfrúarferð mótsins og stefnan er að með tímanum verði þetta helsta og virtasta æfiingamót íslensks körfubolta.
Fjögur lið mæta til leiks í ár. Dráttur í undanúrslit fór fram við hátíðilega athöfn við Sauðárkrókshöfn. Í fyrri viðureigninni mætast Höttur-Tindastóll í sannkölluðum landsbyggðarslag. Svo munu liðin af mölinni taka við og lið KR og Stjörnunnar kljást sín á milli um hver verður fulltrúi borgarinnar í úrslitum.


Frítt er inn á alla leiki.

Undanúrslit hefjast kl. 17:45 á föstudaginn.
Leikir um sæti kl. 12:30 á laugardaginn.

Á meðfylgjandi mynd er Pétur Erlingsson, eigandi Álborgar sk 88 og verndari mótsins að afhenda framkvæmdastjóra mótanefndar verðlaunabikarinn.

Fréttir
- Auglýsing -