spot_img
HomeFréttirALBA Berlin þýskur meistari í áttunda sinn

ALBA Berlin þýskur meistari í áttunda sinn

9:00

{mosimage}

Julius Jenkins var valinn MVP í úrslitunum í Þýskalandi

Þýsku úrvalsdeildinni lauk á þjóðhátíðardag Íslendinga og varð ALBA Berlin meistari í áttunda sinn eftir 3-1 sigur í einvíginu gegn Telekom Basket Bonn. Fjórði leikurinn fór fram í Bonn og sigraði ALBA eftir framlengingu 88-79.

ALBA varð deildarmeistari í Þýskalandi og sló út Bremerhaven og Oldenburg á leið sinn í úrslitin en Bonn varð í sjöunda sæti og sló út Bayern Leverkusen og Frankfurt á sinni leið í úrslitin.

Julius Jenkins leikmaður ALBA var kjörinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hann skoraði 30 stig í lokaleiknum.

[email protected]

Mynd: www.viewimages.com

Fréttir
- Auglýsing -