spot_img
HomeFréttirÁhætta fyrir starfsferil og fjölskyldu

Áhætta fyrir starfsferil og fjölskyldu

 ”Mér leið ekkert vel að þurfa að vera í þeirri stöðu að taka þessa ákvörðun og þetta er gríðarlega erfitt fyrir mig. Það er búið að vera þungt á mínum herðum en þetta er eitthvað sem varð að gera. Nú fá aðrir fleiri mínútur og stíga upp. Klassíska að það kemur maður í manns stað.” sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Karfan.is um það að hann komi ekki til með að leika með landsliðinu nú í komandi leikjum. Jón sem fyrr segir í afar erfiðri aðstöðu þar sem hann er samningslaus , ótryggður með öllu og í leit af nýju liði til að leika með.  
 
“Það fylgir því mikil áhætt að taka þátt í þessum leikjum fyrir mig í þeim sporum sem ég er núna. Ég set starfsferil minn og fjölskyldu í mikla áhættu og þegar allt er sett í samhengi að því leiti þá er þetta rétt ákvörðun.” sagði Jón Arnór enn fremur.
 
En hvernig ganga samningsmál?
 
“Ég var nú bara rétt í þessu að skella á umboðsmanninn og það er eitthvað að fara að gerast vissulega. Það eru einhver 3 lið á spáni sem vilja fá mig og eitthvað að gerast í þýskalandi og svo var lið frá Tyrklandi að hafa samband. Ég er nú þegar búin að  neita tilboði frá Ítalíu. Ég var nú að vonast til að þetta myndi klárast fyrir þessa landsleiki en því miður þarf maður að vera þolinmóður í þessum bransa.”
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -