Ágúst Björgvinsson þjálfari meistaraflokks Vals var ekki bjartsýnn á sigur gegn Frakklandi á Eurobasket í dag. Hann hefur farið fremmstur manna í stuðningsöskrum og söngvum í Hartwall Arena síðustu daga en sagði frammistöðu Íslands gegn Póllandi hafa verið slæma.
Leikur Íslands og Frakklands hefst kl 10:45 að Íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. Karfan.is mun fjalla ítarlega um leikinn í dag.
Viðtal við Ágúst fyrir utan Hartwall Arena rétt fyrir leik má finna hér.