17:45
{mosimage}
(Ágúst Björgvinsson)
Körfuknattleiksþjálfarinn sigursæli Ágúst Sigurður Björgvinsson er staddur í Litháen þessa dagana þar sem hann á í viðræðum við Lietuvos Rytas. Ágúst mun ræða við forsvarsmenn Rytas síðar í kvöld og á morgun mun hann fylgjast með leik hjá karlaliði félagsins sem mætir Zalgeris í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í Litháen.
,,Ég á í viðræðum við Rytas um að koma til þeirra sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins,” sagði Ágúst í samtali við Karfan.is en hvað mun þjálfarinn taka til ráðs ef samningar nást ekki við Rytas. ,,Ég hef bara ekki ákveðið hvað ég geri ef þetta gengur ekki upp hjá mér,” svaraði Ágúst sem leiddi Hauka til allra titla sem í boði voru í vetur í mótum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands.
Ef Ágúst mun ekki ganga í raðir Rytas eru væntanlega mörg lið hér heima sem hafa augastað á þjálfaranum en þó ber að nefna að flest liðin í Iceland Express deild karla hafa ráðið til sín þjálfara ef undanskildir eru Skallagrímsmenn.