10:00
{mosimage}
(Ágúst að fara ræða við stelpurnar í leiknum í gær)
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Íslenska landsliðsins var nokkuð bjartur í leikslok þrátt fyrir stórt tap fyrir Slóvenum í gærkvöldi. Hann vildi ekki meina að lokatölurnar segðu ekki alla söguna.
,,Við erum að elta þær allan leikinn og það er svolítið erfitt. Í öðrum leikhluta þá verða kaflaskil og þær stinga okkur af. Við skorum bara 5 stig, vörnin var að klikka og við vorum ekki að fá þessar hröðu sóknir. Í fjórða leikhluta erum við komin með þetta niður í 11 stig og förum að taka áhættur í vörninni sem kostaði okkar nokkrar körfur. Það hefði getað virkað en virkaði ekki, en auðvita þurftum við að gera eitthvað.”
Íslenska liðið spilað langt undir getur á tímabilum í leiknum en Ágúst var ekki á því að það væri einbeitingarleysi í leikmönnum. ,,Það sem fólk þarf að gera sér grein fyrir að auðvita eru þessar stelpur hérna heima mjög reyndar og spila mikið af stórum leikjum og gera margt mjög flott í körfubolta. En Pálína, Petrúnella og Sigrún, þær eru allar að spila mjög stórt hlutverk í kvöld og hafa aldrei gert í landsleik áður. Svo er ég með þrjá nýliða í hópnum svo þarna ertu kominn með hálft liðið sem er mjög óreynt. Liðið er ennþá í mótun en ég er mjög bjartsýnn á framhaldið.”
Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]