"þetta var náttúrulega arfaslakur leikur af okkar hálfu, við spilum bara illa. Einbeitingin var ekki nógu góð og spennustigið alltof hátt. Það var mikið í gangi í kringum þetta bleika dæmi hjá okkur, við vorum svolítið hrædd um það. Þetta er bara einn leikur af mörgum og við erum ekkert að örvænta við þetta, við vitum að það býr miklu meira í liðinu og við ætlum bara að sýna það í næsta leik".
Liðið náði í nokkur skipti að koma forskoti gestana niður í 2-4 stig en aldrei tókst þeim þó að taka skrefið til fuls og taka forskotið í leiknum.
"Það vantaði einhvernvegin neistann hjá okkur og við náum aldrei að komast á eitthvað flug. Snæfell er með hörku gott lið, þær eru með mjög reynda leikmenn og þær láta ekki plata sig í einhverja vitleysu. Það er kannski engin tilviljun að þær eru ósigraðar á undirbúningstímabilinu og sé spáð góðu gengi í vetur".
Val er spáð þriðja sæti af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar, Hvað finnst þér um þá spá?
"Ég er bara ekkert að pæla í þessu, þetta er bara spá og hún kemur mér í rauninni ekkert við. Þetta er bara gert til gamans og ég er ekkert að pæla í þessu. Við erum að pæla í þeim hlutum sem við höfum áhrif á og við vorum að klikka á fullt af hlutum sem við getum gert betur í dag, sem er algjörlega í okkar verkahring. Við þurfum að vinna í því, inná gólfi og á æfingum".
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson