spot_img
HomeFréttirÁgúst á Ásvöllum

Ágúst á Ásvöllum

12:00

{mosimage}

Sá góði og duglegi þjálfari Ágúst Björgvinsson stendur þessa daga fyrir sínum árlegum körfuknattleiksbúðum. Núna eru búðirnar haldnar að Ásvöllum í Hafnarfirði. Það íþróttahús hentar vel fyrir körfuknattleiksbúðir, gott parket og vítt til veggja. Þetta er sjöunda árið sem Ágúst stendur fyrir þessum búðum. Þær eru byggðar upp af bandarískri fyrirmynd, mestur tími fer í það að vinna í stöðvaþjálfun, þjálfarar halda stutta fyrirlestra, karfa er leikin og farið er í ýmsar keppnir.

Þessar búðir hafa ávallt verið vel sóttar og margir leikmenn koma aftur og aftur. Núna eru um 70 krakkar í búðunum og þar af eru um 20 stelpur. Margir leikmenn koma frá Haukum, Breiðabliki og Val. Nokkrir leikmenn koma langt að, t.d. frá Kormáki og UMFS.

Þótt margir körfuknattleiksmenn séu komnir í sumarfrí þá er nokkuð mikið um að vera á næstu dögum/vikum. Um helgina verða um 300 leikmenn að æfa í úrvalsbúðum KKÍ og eftir helgina fara Breiðablik, Stjarnan og ÍR af stað með körfuknattleiksskóla. 

 

Myndir frá búðunum sem Bjarni G. Þórmundsson tók.

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

 

Fréttir
- Auglýsing -