spot_img
HomeFréttirÁgóðaleikur fyrir íslensku stelpurnar

Ágóðaleikur fyrir íslensku stelpurnar

{mosimage}

Stelpurnar í 16 ára og 18 ára liðunum eru á leiðinni í Evrópukeppni á næstu vikum og því fylgir mikill kostnaður ekki bara fyrir Körfuknattleikssambandið heldur einnig fyrir leikmennina sjálfa. Stelpurnar hafa gengið á milli einstaklinga og fyrirtækja til þess að safna sér fyrir ferðunum en nú er komin upp sú skemmtilega hugmynd að liðin liðin mætist í sérstökum ágóðaleik á Ásvöllum í næstu viku.

Leikurinn fer fram á þriðjudaginn kemur, hefst klukkan 18.00 og mun allur ágóði af honum renna í ferðakostnað efnilegustu körfuboltakvenna landsins. Þetta er aðeins í í fjórða og fimmta sinn sem Ísland sendir yngri landslið kvenna í Evrópukeppni og hafa íslensku kvennalandsliðin verið að taka stór framfaraskref á undanförnum árum.

Það er ekki nóg með að stelpurnar fórni sumrinu í stífar og strangar æfingar þær þurfa líka að leggja út pening fyrir ferðakostnaði, fæði og uppihaldi þessar tvær vikur sem evrópumótið tekur. 18 ára liðið er á leiðinni til Ítalíu í seinni hluta þessa mánaðar og 16 ára liðið spilar sína leiki í Finnlandi í fyrri hluta ágústmánuðar. Alls eru 22 stelpur í landsliðunum tveimur og allar treysta þær á að þessum ágóðaleik verði vel tekið hjá körfuknattleiksáhugafólki.

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -