spot_img
HomeFréttirAgnija Reke bætist í hóp Grindavíkurkvenna

Agnija Reke bætist í hóp Grindavíkurkvenna

 
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ákveðið að styrkja kvennaliðið með lettneskum leikmanni að nafni Agnija Reke. Agnija spilaði á Grikklandi og Kýpur á síðasta tímabili. Agnija er leikstjórnandi og er það von stjórnarinnar að betur fari að ganga hjá stelpunum eftir þessa viðbót segir á heimasíðu UMFG.
Agnija lenti á Íslandi á þriðjudag en hún gat ekki spilað á móti Njarðvík þar sem leikhemildin var ekki komin. Agnija verður tilbúin í slaginn á móti Keflavík næstkomandi miðvikudag.
Ljósmynd/ Reke er í rauðum búning á myndinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -