spot_img
HomeFréttirAgent Zero vopnaður byssu á jóladag

Agent Zero vopnaður byssu á jóladag

Morgunblaðið greinir frá því í dag á vef sínum að samkvæmt frétt í New York Post hafi mikið gengið á í búningsklefa Washington Wizards á jóladag. Samkvæmt heimildum blaðsins beindu tveir leikmenn byssum að hvorum öðrum vegna deilu um veðmál. Leikmennirnir sem um ræðir eru Gilbert Arenas og Javaris Crittenton.
 
Kaldhæðni örlaganna er sú að Arenas fékk fyrir nokkrum árum viðurnefnið Agent Zero. Hin síðari ár sökum meiðsla hefur síðara orðið í viðurnefninu átt betur við feril Arenas en nokkuð annað.
 
Málið er í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum í Washington. Forráðamenn liðsins hafa ekki tjáð sig um málið. Abe Pollin, fyrrum eigandi liðsins, lést í nóvember á s.l. ári. Hann breytti nafni félagsins árið 1997 úr Washington Bullets í Wizards.
 
Byggt á frétt af www.mbl.is 
Fréttir
- Auglýsing -