spot_img
HomeFréttirÁgætis launahækkun

Ágætis launahækkun

10:30

{mosimage}
(Spænski landsliðsmaðurinn fær ágæta launahækkun)

Bakvörðurinn Juan Carlos Navarro, 28 ára, ákvað að semja við sitt gamla félag Barcelona í stað þess að leika áfram með Memphis í NBA-deildinni. Navarro sem er spænskur landsliðsmaður lék sitt fyrsta tímabil í NBA á síðasta vetri. Talið er að Navarro fái ríflega launahækkun hjá sínu gamla félagi.

Navarro fékk 538.000 dollara á síðasta tímabili hjá Memphis en það er talið að hann fái á milli 20 til 24 milljónir dollara á næstu fjórum árum hjá Barcelona sem gerir 5-6 milljónir fyrir tímabil. Ágætis launahækkun það.

Spánverjinn snjalli átti fínt nýliðaár en hann var með 10.9 stig á þeim tæpu 26 mínútum sem hann lék að meðaltali. Hann spilaði alla 82 leiki liðsins þar af 30 þeirra í byrjunarliðinu.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -