Þann 4. nóvember 2010 gerðu Háskólinn á Bifröst og körfuknattleiksdeild Skallagríms með sér Afreksmannasamning. Á samningstímanum munu lykilleikmenn í meistaraflokki Skallagríms sem stunda nám við Háskólann á Bifröst fá felld niður skólagjöld skv. sérstökum afreksmannasamningi milli leikmanns, Háskólans á Bifröst og Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.
Sérstök valnefnd Háskólans og körfuknattleiksdeildarinnar kemur saman að afloknum umsóknarfresti og fer yfir umsóknir. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Hægt er að sækja um á slóðinni : http://www.skallagrimur.is/korfubolti/afreksmannasamningur
Laugardaginn 21. maí verður opinn dagur í Háskólanum á Bifröst.
Kennarar, starfsfólk og nemendur taka á móti gestum og gangandi og rölta hring um svæðið og kynna nám og starf á svæðinu, sýna íbúðir og aðstöðu.
Kynntar verða þær námsleiðir sem eru í boði:
-Frumgreinanám í stað og fjarnámi
-Viðskiptafræði í stað og fjarnámi
-Viðskiptalögfræði
-HHS – Hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði
-MS í alþjóðaviðskiptum
-ML í lögfræði
-MA í menningarstjórnun
-MA í menningarfræði
-Símenntun
Gestum verður veitt innsýn í lífið á þessum einstaka kampus. Kynnt verður stoðþjónusta á svæðinu eins og barnaskóli, leikskóli, kaffihús, verslun og líkamsrækt.
Það verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. LaserTag, Mikki refur og Lilli klifurmús kíkja í heimsókn, hoppukastali og margt fleira fyrir börnin.
Einnig verður glæsilegur handverksmarkaður þar sem gestum gefst kostur á að skoða fjölbreytta framleiðslu úr Borgarfirðinum.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á hinar heimsfrægu Bifrastarvöfflur og kaffi.