spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAfmæliskveðja Hrafns frá fimmföldum meistara Los Angeles Lakers

Afmæliskveðja Hrafns frá fimmföldum meistara Los Angeles Lakers

Þjálfari Álftanes í fyrstu deild karla Hrafn Kristjánsson á afmæli í dag. Það er að sjálfsögðu ekki frá sögu færandi að þjálfari eigi afmæli, en þeir eiga allir alla jafna afmæli einu sinni á ári, ár hvert.

Hrafn gerði KR að Íslandsmeisturum 2011

Það heyrir þó til tíðinda þegar jafn merkar kveðjur þeir fá líkt og Hrafn fékk í morgun, en honum barst kveðja frá fyrrum heimsmeistara úr röðum Los Angeles Lakers, Michael Cooper.

Cooper lék með Lakers frá árinu 1978 til ársins 1990 og vann á þeim tíma fimm titla með félaginu, sem og var hann valinn varnarmaður ársins árið 1987. Eftir ferilinn með Lakers fór hann til Ítalíu þar sem hann lék með liði Virtus Roma í eitt tímabil áður en hann hætti árið 1992. Síðan þá hefur hann, líkt og Hrafn, staðið í þjálfun. Hefur hann verið í NBA deildinni, WNBA deildinni, þróunardeild NBA deildarinnar og í háskólaboltanum, nú síðast hjá miðskóla Chadwick í Los Angeles.

Kveðjan er stórskemmtileg, en hana má sjá í heild hér fyrir neðan. Þá vill Karfan einnig nýta tækifærið til þess að opinberlega óska Hrafni til hamingju með daginn.

Fréttir
- Auglýsing -