spot_img
HomeFréttir?Ætla að sjá hvort maður eigi möguleika í þessa kalla" segir Þorsteinn...

?Ætla að sjá hvort maður eigi möguleika í þessa kalla” segir Þorsteinn Gunnlaugsson

11:19

{mosimage}

Þorsteinn Gunnlaugsson, kraftframherjinn öflugi úr Breiðabliki, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Þórs á Akureyri.  Þorsteinn lék einkar vel með Blikum síðasta tímabil þegar hann skoraði 18,5 stig og tók 16,3 fráköst að meðaltali í leik. 

 

Var hann fyrir vikið valinn besti leikmaður Breiðabliks síðustu leiktíð.  Aðspurður sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórsara, Þorstein vera mikinn happafeng fyrir norðanmenn:  „Steini lék best allra íslenskra leikmanna í 1. deildinni síðasta vetur að öðrum ólöstuðum og má segja að hann hafi verið efstur á okkar óskalisti allt frá lokum síðasta tímabils.  Hann leikur hvern einasta leik af gríðarlegri ósérhlífni og til síðasta blóðdropa og þannig maður bætir hvaða lið sem er”,

 

Þorsteinn er þar með fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þórsara en áður höfðu þeir Bjarki Ármann Oddsson (KR), Baldur Ingi Jónasson og Cedric Isom ákveðið að klæðast rauða litnum næstu leiktíð.  Að auki býst Hrafn við að ná samningum við evrópskan framherja á allra næstu dögum.

 Karfan.is náði tali af Þorsteini og spurði hann út í félagaskiptin. „Mér finnst vera kominn tími á að spreyta mig í Úrvalsdeildinni og mér gekk vel hjá Blikunum á síðustu leiktíð en ætla bara að láta vaða og sjá hvort maður eigi einhverja möguleika í þessa kalla í efstu deild. Blikar fara upp hvort sem ég verð áfram eða ekki.Hrafn hefur verið duglegur við að hafa samband við mig, ég kíkti norður og leist vel á hópinn, góður þjálfari og fínar aðstæður og þetta verður bara virkilega gaman. Ég mun skrifa undir eins árs samning við Þór.Held að Blikar fari pottþétt upp, en veit ekki hvort ég fari aftur í Blika eftir næstu leiktíð það verður bara að koma í ljós.” sagði Þorsteinn kátur. 

 

www.thorsport.is/[email protected]

 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -