spot_img
HomeFréttirÆsispennandi lokamínútur á Akureyri

Æsispennandi lokamínútur á Akureyri

Skallagrímur sló Þórsarar út úr bikarnum þegar þeir lögðu þá að velli 101:103 í Síðuskóla í kvöld. Framan af leiknum leiddu gestirnir frá Borganesi með 10-15 stigum en smá saman söxuðu Þórsarar á forskot gestanna og úr varð æsispennandi lokamínútur. Það var síðan Silver Laku sem tryggði gestunum tveggja stiga sigur er hann setti vítaskot niður þegar aðeins 4 sekúndur voru eftir.
 
Skallagrímur byrjaði leikinn betur en heimamenn og í upphafi fjórðungsins náðu gestirnir 5 stiga forystu 5:10. Heimamenn náðu með góðum spretti að komast yfir 12:11. Eftir því sem leið á fyrsta fjórðung náðu gestirnir undirtökunum og náðu mest níu stiga forystu 19:28. Þórsarar náðu að minnka muninn niður í sex stig á lokarandartökum fjórðungins þegar Siggi G. setti niður þriggja stiga körfu, 22:28.
Palli Kristinsson hóf annan leikhluta á að setja niður þrist og minnkaði þar með muninn enn frekar 25:28. Vörnin hjá Þórsurum gekk ekki sem skildi í öðrum leikhluta og góð hittni gestanna varð til þess að gestirnir náðu að auka forskot sitt og náðu ellefu stiga forskoti. Þeir Silver Laku, Kristján Guðmundsson, Hafþór Gunnarsson og Tota klikkuðu varla skoti í fjórðungnum. Páll Kristinsson náðu þó undir lok fyrri hálfleiks að laga stöðuna fyrir heimamenn þegar hann setti niður þrist á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Gestirnir leiddu því með 8 stiga mun þegar liðin gengu til búningsklefa.
 
Gestirnir héldu áfram að spila sinn bolta í upphafi þriðja leikhluta og ekkert lát var heldur af góðri hittni. Gestirnir byggðu upp gott forskot og voru á tímabili með 15 stiga forystu og fátt benti til annars en að þeir myndu fara með sigur af hólmi. Heimamenn voru þó ekki tilbúnir að leggja árar í bát. Þórsarar fóru að spila ágætis svæðisvörn og sóknarleikur liðsins batnaði er á leið fjórðungin. Smá saman minnkuðu heimamenn muninn og þegar leikhlutanum lauk leiddu gestirnir leikinn með aðeins tveimur stigum, 77:79. Fjórði fjórðungur var spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að skora en Þórsarar náðu loks forystunni, 85:84. En í stöðunni 90:90 fékk bekkurinn hjá Þór á sig tæknivillu og Konrad Tota fór á vítalínuna. Tota setti bæði skotin niður og í kjölfarið náðu gestirnir síðan að setja niður þrist og leiddu leikinn skyndilega með 5 stigum, 90-95. Þórsarar neituðu að gefast upp og þegar einungis 15 sekúndur voru til leiksloka náði Wesley Hsu að minnka muninn niður í eitt stig er hann setti niður þrist. Þórsarar brutu síðan á Silver Laku þegar einungis þrjár sekúndur voru eftir. Laku setti niður fyrra vítaskotið en klikkaði viljandi á því seinna en tíminn var of naumur fyrir heimamenn að komast í almennilegt skotfæri og því fögnuðu gestirnir tveggja stiga sigri 101-103.
 
Atkvæðamestir Þórs: Wesley Hsu 28 stig, Páll Kristinsson 22, Sigmundir Eiríksson 12 (7 fráköst), Elvar Þór Sigurjónsson 11 stig (10 fráköst), Sigurður G. Sigurðsson 11, Björn Benediktsson 8, Bjarki Oddsson 5, Baldur Már Stefánsson 4
 
Atkæðamestir Skallagríms: Silver Laku 35 stig, Konrad Tota 22, Hafþór Ingi Gunnarsson 22, Kristján Guðmundsson 17, Óðinn Guðmundssson 4 og Egill Egilsson 3.
 

Sölmundur Karl Pálsson
 
Mynd: Rúnar Haukur Ingimarsson – www.runing.com/karfan
 
Fréttir
- Auglýsing -