Körfuboltaskóli Fjölnis fer fram í sumar frá 12. júní – 18 ágúst. Skólinn fer fram í tvær vikur í tvær klukkustundir í senn. Námskeiðin eru á sama tíma og sumarfrístund Reykjavíkurborgar og er hægt að samtvinna þessi námskeið.
Þjálfarar á námskeiðinu í ár eru Colin Pryor leikmaður Stjörnunnar sem leikið hefur með Fjölni síðustu ár og Ægir Þór Steinarsson landsliðsmaður og leikmaður San Pablo Burgos sem er einmitt í úrslitaeinvígi spænsku B-deildarinnar þessi dægrin.
Það er því ljóst að um spennandi tækifæri er ræða fyrir körfuboltaiðkenndur sem vilja nýta sumarið í að bæta sig með leiðsögn frábærra þjálfara.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér að neðan: