Íslenska landsliðið leikur þessa dagana á Eurobasket 2017 í Helsinki. Tveimur leikjum er lokið og hafa báðir leikirnir tapast nokkuð stórt. Sviðið er stórt og njóta leikmenn þess að fá að spila gegn sterkum þjóðum fyrir Íslands hönd.
Í leiknum gegn Póllandi í gær náði Ægir Þór Steinarsson þeim merka áfanga að leika sinn 50. landsleik fyrir Íslands hönd. Hann hoppaði þar með upp að hlið Hjartar Harðarsonar sem einnig lék 50 landsleiki.
Þrír leikir eru eftir af Eurobasket og því ljóst að Ægir mun jafna landsleikjafjöldann hjá hinum eina sanna Pétri Guðmundssyni hér í Helsinki en hann lék 53 landsleiki.
Karfan.is óskar Ægi til hamingju með þennan merka áfanga og vonast til þess að landsleikir hans verði ennþá fleiri í framtíðinni.
Landsleikjafjölda allra leikmanna Íslands frá upphafi má finna hér.