Stjarnan lagði Grindavík í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita einvís liðanna, 90-72. Stjarnan er því komin með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en næsti leikur liðanna er komandi þriðjudag 18. maí í HS Orku Höllinni í Grindavík.
Karfan spjallaði við Ægis Þór Steinarsson, leikmann Stjörnunnar, eftir leik í MGH.
Ægir Þór Steinarsson eftir leik: “Það voru talsverðar sveiflur í þessum leik, en við vorum með frumkvæðið allan leikinn. Við áttum góða spretti og þeir líka, en mér fannst leikur okkar smella saman í fjórða leikhluta; vörnin var grimm og góð og þá verður allt betra og einfaldara. Við vitum vel hvað Grindvíkingar geta og við þurfum að vera á tánum; við höfum oft keppt við þá á síðustu árum og það þýðir ekkert að fagna 18 stiga sigri of mikið – næsti leikur er það sem skiptir máli og við vanmetum aldrei Grindvíkinga. En það var margt gott í okkar leik sem vissulega skilaði góðum sigri, en ég vil sjá gott jafnvægi í liðinu hjá okkur allan leiktímann í næsta leik, sem við vitum vel að verður erfiður, en við erum til í slaginn.”