spot_img
HomeFréttirÆgir semur við TAU Castello

Ægir semur við TAU Castello

 

Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur samið við TAU Castello um að leika með liðinu á komandi tímabili í LEB Gold deildinni spænsku, en hún er sú næst efsta á Spáni. Deildin er sú sama og Ægir lék í með San Pablo Burgos á síðasta tímabili, en þá var hann hluti af liði sem að komst upp úr deildinni. Skilaði 6 stigum, 4 stoðsendingum og 8 framlagsstigum að meðaltali í leik með þeim. Castello hafnaði hinsvegar í 15. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og komst þar með ekki í úrslitakeppnina, sigruðu 12 leiki en töpuðu 22.

 

Fréttir
- Auglýsing -