San Pablo Inmobiliaria Burgos tók í kvöld forystuna í úrslitaeinvígi 1. deildar karla á spáni með sigri á Palencia. Ægir Þór Steinarsson leikur með Burgos og var að vanda í byrjunarliði liðsins sem er nú skrefi nær því að leika í spænsku ACB úrvalsdeildinni að ári.
Burgos lennti undir snemma í leiknum en leikurinn fór fram á heimavelli Burgos en Palencia endaði í fimmta sæti deildarinnar en Ægir og félagar í því þriðja. Staðan í hálfleik var 33-45 fyrir Palencia og staðan slök fyrir Ægir Þór.
Burgos endaði leikinn hinsvegar frábærlega og náðu magnaðri endurkomu í seinni hálfleik. Þeir knúðu á endanum fram eins stigs sigur 80-79 í fyrsta leiknum. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í efstu deild á Spáni að ári.
Ægir Þór Steinarsson lék 15 mínútur var með fjögur stig og tvær stoðsendingar auk þess að spila frábæran varnarleik. Næsti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn einnig á heimavelli Burgos.
Enhorabuena @CB_Miraflores #SanPabloInmobiliaria #Burgos #Castilla pic.twitter.com/KlFOGnHAco
— Rodrigo Ibeas Cs (@RodrigoIbeasCs) June 2, 2017
Mynd / Cbmiraflores.com