San Pablo Burgos komst í 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi spænsku B-deildarinnar í kvöld með sigri á Breogan. Burgos komst strax í þægilega forystu í leiknum og sigldu góðum 79-88 sigri og er liðið þar með komið í góða forystu í leið sinni að úrslitaeinvígi deildarinnar. Ægir endaði með tvö stig og tvö fráköst auk þess að spila gríðarlega góðan varnarleik á 19 mínútum í leiknum.
Þar með er liðið komið í góða stöðu í undanúrslitum deildarinnar en eitt lið kemst upp í spænsku ACB deildina. Ægir hefur spilað stórt hlutverk í liðinu í þessari úrslitakeppni og hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjunum. Burgos endaði í þriðja sæti í deildinni og komst einnig í undanúrslit fyrir ári síðan.
79-88. El San Pablo Inmobiliaria acaricia la final https://t.co/WasCKYd1yU Crónica y declaraciones pic.twitter.com/LJtCbM62ki
— C.B. Miraflores (@CB_Miraflores) May 21, 2017