spot_img
HomeFréttirÆgir nálgast úrslitaeinvígið

Ægir nálgast úrslitaeinvígið

San Pablo Burgos komst í 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi spænsku B-deildarinnar í kvöld með sigri á Breogan. Burgos komst strax í þægilega forystu í leiknum og sigldu góðum 79-88 sigri og er liðið þar með komið í góða forystu í leið sinni að úrslitaeinvígi deildarinnar. Ægir endaði með tvö stig og tvö fráköst auk þess að spila gríðarlega góðan varnarleik á 19 mínútum í leiknum. 

 

 

Þar með er liðið komið í góða stöðu í undanúrslitum deildarinnar en eitt lið kemst upp í spænsku ACB deildina. Ægir hefur spilað stórt hlutverk í liðinu í þessari úrslitakeppni og hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjunum. Burgos endaði í þriðja sæti í deildinni og komst einnig í undanúrslit fyrir ári síðan. 

Fréttir
- Auglýsing -