spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaÆgir ábyrgur fyrir rúmlega 40% stiga Stjörnunnar

Ægir ábyrgur fyrir rúmlega 40% stiga Stjörnunnar

Skoruð stig eru aðeins skráð á þann leikmann sem kom boltanum ofan í körfuna. Þeir sem safna stoðsendingum fá hins vegar fjölda þeirra skráðan en ekki virðið eða stigin sem þær skiluðu.

Ég kannaði — með hjálp InStat tölfræðikerfisins sem skráði alla leiki í Domino’s deild karla á síðustu leiktíð — hvað stoðsendingahæstu leikmenn hvers liðs skiluðu í raun miklu til liðsins á síðustu leiktíð. Hér verður skoðuð tölfræði í bæði deildarleikjum og leikjum í úrslitakeppni til samans.

Erlendir leikmenn eru áberandi meðal þeirra sem skora mest á þessum lista, en það eru Nikolas Tomsick, Tindastóli með 20,5 stig að meðaltali í leik; Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn með 19,9 stig og Dedrick Deon Basil, Þór Akureyri með 19,4 stig.

Þegar litið er til þeirra sem skila mest til liðsins með stoðsendingum er átt við hvað virði þeirra stoðsendinga í stigum talið. Stoðsendingar get gefið af sér annars vegar 2 stig og hins vegar 3 stig en hér verða stig af vítalínunni einnig tekin með í reikninginn og fjöldi þeirra áætlaður út frá vítanýtingu liðsins sl. vetur. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík leiðir þennan lista með 21,9 stig af 9,3 stoðsendingum í leik. Dedrick Deon Basil kemur þar næst á eftir með 20,4 stig af 8,6 stoðsendingum og Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni er þar skammt á eftir me 19,9 stig af 8,2 stoðsendingum. Skal engan undra þar sem þessir þrír leikmenn leiddu deildina í meðaltali stoðsendinga á síðustu leiktíð.

Þegar þessi gildi eru svo lögð saman sjáum við hvað hver leikmaður skilar til liðsins í heild bæði í stigaskori og stoðsendingum. Þar eru efstir Dedrick Deon Basil með 39,8 stig að meðaltali í leik; Ægir Þór Steinarsson með 37,7 stig og Nikolas Tomsick með 35,7 stig.

Að lokum er vert að kanna hver þessarra leikmanna skilaði mest hlutfallslega til síns liðs, en þá er átt við hlutfall stiga sem leikmaður skorar og leiðir af sér með stoðsendingum af heildarstigafjölda liðsins. Þar sjáum við sömu þrjá leikmenn og nefndir voru hér að ofan Basil með 43,8% af stigum liðsins. Ægir þar á eftir með 41,4% og þriðji efsti er Tomsick með 40,4%.

Töfluna má sé hér að neðan. Hægt er að raða röðunum upp eftir hverjum dálki til þess að sjá hver er með hæsta gildið í hverjum lið, og einnig er hægt að leita í töflunni.


Fréttir
- Auglýsing -