spot_img
HomeFréttirÆfingar að hefjast hjá A-landsliði karla

Æfingar að hefjast hjá A-landsliði karla

Framundan í júlí eru nóg um að vera hjá A-landsliði karla í undirbúningi sínum fyrir Evrópuleikina í upphafi ágúst þegar við munum leika hér heima og úti gegn Búlgaríu og Rúmeníu. www.kki.is greinir frá.
 
Kínaferð 16.-22. júlí
Fyrsta verkefnið er æfingamót í Kína. Íslenska landsliðinu er boðið á sterkt mót 19.-22. júlí en þá munum við leika gegn feikisterkum landsliðum heimamanna Kína, Makedóníu og Svartfjallalands.
 
Makedónía hafnaði í 4. sæti á síðastliðnu Evrópumóti í Litháen 2011 og Svartfjallaland tryggði sig inn taplausir á EM 2013 sem hefst í haust sl. sumar. Landslíð Kína eru núverandi Asíumeistarar en þeir buðu okkur síðast í heimsókn 2011 í undirbúningi sínum fyrir upphaf þess móts.
 
Ísland-Danmörk 25.-26. júlí
Í lok júlí eru fjórir æfingaleikir landsliða Íslands og Danmerkur, bæði hjá A-liðunum og U22-ára liðum karla, en bæði lið leika tvo leiki gegn hvort öðru. Leikið verður Garðabæ 25. júlí og í Toyota-höllinni í Keflvík 26. júlí.
 
U22-ára æfingahópurinn:
Æfingahópur U22-ára liðsins er skipaður eftirfarandi 17 leikmönnum:
 
Arnþór Freyr Guðmundsson · Fjölnir
Ágúst Orrason · UMFN
Björgvin Hafþór Ríkharðsson · ÍR
Elvar Már Friðriksson · UMFN
Emil Karel Einarsson · Þór Þ.
Haukur Óskarsson · Haukar
Kristófer Acox · KR
Maciej Baginski · UMFN
Martin Hermannsson · KR
Matthías Orri Sigurðarson · KR
Ragnar Nathanaelsson · Hamar
Snorri Hrafnkelsson · UMFN
Stefán Karel Torfason · Snæfell
Sæmundur Valdimarsson · Stjarnan
Tómas Heiðar Tómasson · Fjölnir
Valur Orri Valsson · Keflavík
Þorgrímur Kári Emilsson · ÍR
 
Emil Barja, Haukum, David Ingi Bustion, Grindavík, Ólafur Helgi Jónsson, UMFN, gáfu ekki kost á sér í verkefnið í þetta skiptið ýmist vegna dvalar erlendis eða vegna meiðsla. Elvar Már, Martin, Ragnar og Stefán Karel eru einnig í æfingahóp A-landsliðsins.
 
A-landsliðs æfingahópurinn:
Æfingahópur A-landsliðsins er skipaður eftirfarandi 21 leikmanni:
 
Jakob Örn Sigurðarsson · Sundsvall Dragons    
Brynjar Þór Björnsson · KR
Logi Gunnarsson · BC Angers 49ers    
Justin Shouse · Stjarnan    
Elvar Már Friðriksson · UMFN 
Martin Hermannsson · KR      
Hörður Axel Vilhjálmsson · MBC         
Pavel Ermolinskij · Norrköping Dolphins            
Finnur Atli Magnússon · KR
Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons
Ragnar Nathanaelsson · Hamar
Stefán Karel Torfason · Snæfell
Helgi Már Magnússon · KR
Ægir Þór Steinarsson · Sundsvall Dragons     
Axel Kárason · Værlose
Haukur Helgi Pálsson · La Bruixa d’Or (áður Manresa)     
Jón Arnór Stefánsson CAI Zaragoza
Jóhann Árni Ólafsson · Grindavík  
Magnús Þór Gunnarsson · Keflavík
Sveinbjörn Claessen · ÍR
Darri Hilmarsson · Þór Þorlákshöfn
 
Frá hópnum sem kallaður var saman fyrir Smáþjóðaleikana í lok maí hefur Jón Ólafur Jónsson þurft að draga sig út úr verkefninu.
 
Darri Hilmarsson og Sveinbjörn Claessen hafa verið kallaðir inn í æfingahópinn sem kemur saman í byrjun júlí.
 
www.kki.is
Fréttir
- Auglýsing -