spot_img
HomeFréttirÆfingaleikir Aabyhoj

Æfingaleikir Aabyhoj

 Magnús Þór Gunnarsson og Arnar Freyr Jónsson eru komnir á fullt með nýju liði sínu í Aabyhoj. Tveir æfingaleikir voru háðir nú fyrir skömmu og voru okkar menn í eldlínunni. Fyrri leikinn unnu Aabyhoj með 30 stigum þar sem að Magnús setti niður 18 stig að hætti hússins.
 Arnar bætti við 10 stigum ásamt því að senda 11 stoðsendingar. Í seinni leiknum sem var gegn sama liði hvíldi Arnar Freyr eftir að hafa lent í smá hnjaskiá æfingu og þá gekk ekki jafnvel. Aabyhoj tapaði með 3 stigum og Magnús setti 8 stig í þeim leik. 
Fréttir
- Auglýsing -