spot_img

Aðstoða í Keflavík

Keflavík hefur gengið frá ráðningu Arnars Freys Jónssonar og Arnórs Daða Jónssonar í þjálfarateymi meistaraflokka félagsins.

Arnar Freyr mun aðstoða Daníel Guðna Guðmundsson nýráðinn þjálfara karlaliðs Keflavíkur. Arnar Freyr ætti að vera Keflvíkingum kunnur, þar sem hann á sínum tíma lék upp yngri flokka félagsins og vann nokkra Íslandsmeistaratitla sem leikmaður þeirra.

Arnór Daði fer svo í þjálfarateymi kvennaliðs félagsins, en hann hefur á síðustu árum verið við þjálfun hjá félaginu. Sem aðstoðarþjálfari verður hann með nýráðnum aðalþjálfara liðsins Herði Axeli Vilhjálmssyni.

Fréttir
- Auglýsing -