Fyrir hönd Græna Drekans þá langar mig til þess að leiðrétta það leiðindamál sem talið er hafa komið upp í lok leiks KR gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudaginn var. En þar er talað um að liðsmenn Græna Drekans hafi veist að starfsmanni DHL-hallarinnar, sem er stórlega ýkt.
Hið rétta í stöðunni er að eftir að leik, í hita leiksins, sparkaði einn liðsmaður Græna Drekans í stól við borð í ganginum sem féll við. Við það kemur starfsmaður DHL-hallarinnar nokkuð æstur og á í orðaskiptum við þennan tiltekna mann, en hún hafði tekið blásturslúðra af þeim (sem eru bannaðir í DHL-höllinni) og þeir reynt að fá þá til baka. Þeir ganga svo sína leið útúr húsinu.
Annar maður, ótengdur Græna Drekanum, kemur þá og á í orðaskiptum við starfsmanninn og segir við hana að þetta sé búið mál og búið sé að rétta stólinn við. Að því loknu ganga allir út og urðu engir eftirmálar af því.
Fyrir hönd Græna Drekans.
Hjalti Vignis