spot_img
HomeFréttirAð duga eða drepast fyrir Roma

Að duga eða drepast fyrir Roma

8:50

{mosimage}

Í kvöld klukkan 21 hefst fjórði leikur Lottomatica Roma og Montepaschi Siena í úrslitaeinvígi liðanna um spænska titilinn. Leikið er á heimavelli Roma er að duga eða drepast fyrir þá í kvöld því Siena hefur unnið þrjá fyrstu leikina.

Fréttablaðið og Morgunblaðið eiga hvort sinn fulltrúa í Róm sem sáu þriðja leik liðanna og mátti lesa í fréttum þeirra að lið Roma var ekki að leika sem lið, heldur einstaklingar. Þeir verða því að bíta í skjaldarrendur í kvöld og sameinast til að landa sigri á hinu geysisterka liði Siena, sem hefur aðeins tapað 3 leikjum á Ítalíu í vetur. Jón Arnór Stefánsson hitti betur í síðasta leik en undanfarið og er það vonandi fyrirboði um eitthvað enn meira í kvöld.

Þeir sem vilja fylgjast með lifandi tölfræði uppfærslu geta kíkt hér.

Þá látum við fljóta með myndir af Jóni Arnóri í þriðja leiknum á sunnudag.

{mosimage}

[email protected]

Myndir: La Gazzetta.

Fréttir
- Auglýsing -