spot_img
HomeFréttirACB deildin hefst 9. október: Hörður spilar í kvöld

ACB deildin hefst 9. október: Hörður spilar í kvöld

 
Keppnin í úrvalsdeildinni á Spáni, ACB, hefst þann 9. október næstkomandi og þar eiga Íslendingar tvo fulltrúa, þá Jón Arnór Stefánsson og Hauk Helga Pálsson. Kapparnir hafa undanfarið leikið æfingaleiki með sínum liðum og um helgina voru strákarnir á ferðinni.
Jón Arnór Stefánsson skoraði 3 stig fyrir CAI Zaragoza þegar liðið tók á móti Emporio Armani Milán frá Ítalíu á sunnudag. Lokatölur voru 53-62 Ítölunum í vil.
 
Þá höfðu Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa betur gegn UCAM Murcia 69-78 á útivelli. Stigaskor úr leiknum var ekki aðgengilegt.
 
Þann 9. október hefst keppnin í ACB deildinni og þá byrja Jón og félagar í CAI Zaragoza á heimavelli gegn Valladolid en Haukur og félagar í Assignia Manresa fá Joventut í heimsókn.
 
Þá verður Hörður Axel Vilhjálmsson á ferðinni í kvöld með Mitteldeutscher BC þegar liðið tekur á móti BV Chemnitz 99 en Hörður og MBC unnu fyrsta mótsleikinn sinn í þýsku Pro A deildinni í síðustu viku og fengu því góða byrjun á tímabilinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -