spot_img
HomeFréttirAaryn lykilleikmaður tímabilsins 16/17

Aaryn lykilleikmaður tímabilsins 16/17

 

Lykilleikmaður tímabilsins 16/17 í Dominos deild kvenna er leikmaður Snæfells, Aaryn Ellenberg Wiley. Í 29 leikjum spiluðum skoraði Aaryn 28 stig, tók 9 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að liðið hafi tapað bæði Íslands og bikarmeistaratitlum sínum til Keflavíkur, þá var Snæfell í undanúrslitum bikars og í lokaúrslitum Íslandsmóts. Unnu þær þá meistara meistaranna (þar sem Ellenberg var ekki með) sem og tryggðu þær sér deildarmeistaratitilinn. 

 

Ellenberg fékk í heil 13 skipti tilnefningu fyrir lykilframmistöðu hjá Karfan.is á tímabilinu, en þær eru veittar þeim 2-4 leikmönnum hverrar umferðar sem taldir eru hafa átt mestan þátt í sigri síns liðs. Í öðru sæti var leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez með 12 og í því þriðja leikmaður Vals, Mia Loyd með 11. 

 

Af íslenskum leikmönnum voru það leikmaður Keflavíkur, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Skallagríms Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og leikmaður Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir sem að fengu flestar tilnefningar, eða 5 talsins. Alls voru 30 leikmenn útnefndir yfir tímbilið, en hér að neðan má sjá lista þeirra og hversu oft hver fékk tilnefningu.

 

 

13 Lyklar

Aaryn Ellenberg Wiley (Snæfell)

 

12 Lyklar

Danielle Rodriguez (Stjarnan)

 

11 Lyklar

Mia Loyd (Valur)

 

10 Lyklar

Tavelyn Tillman (Skallagrímur)

Carmen Tyson Thomas (Njarðvík)

 

5 Lyklar

Emelía Ósk Gunnarsdóttir (Keflavík)

Gunnhildur Gunnarsdóttir (Snæfell)

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (Skallagrímur)

 

4 Lyklar

Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík)

Ariana Moorer (Keflavík)

 

3 Lyklar

Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík)

 

2 Lyklar

Ashley Grimes (Grindavík)

Berglind Gunnarsdóttir (Snæfell)

Kristrún Sigurjónsdóttir (Skallagrímur)

Dýrfinna Arnardóttir (Haukar)

 

1 Lykill

Michell Mitchell (Haukar)

Ragna Margrét Brynjarsdóttir (Stjarnan)

Taylor Brown (Snæfell)

Andrea Björt Ólafsdóttir (Snæfell)

Jóhanna Björk Sveinsdóttir (Skallagrímur)

Sólrún Inga Gísladóttir (Haukar)

Dominique Hudson (Keflavík)

Rósa Björk Pétursdóttir (Haukar)

Nashika Williams (Haukar)

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir (Keflavík)

Þóra Kristín Jónsdóttir (Haukar)

Írena Sól Jónsdóttir (Keflavík)

María Ben Erlingsdóttir (Grindavík)

Ingunn Embla Kristínardóttir (Grindavík)

Hallveig Jónsdóttir (Valur)

Fréttir
- Auglýsing -