spot_img
HomeFréttirAabyhøj vann Íslendingaslaginn í Danmörku

Aabyhøj vann Íslendingaslaginn í Danmörku

 
Team FOG Næstved og Svendborg Rabbits tróna á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar þegar þremur umferðum er lokið. Um helgina var Íslendingaslagur í deildinni þegar Aabyhøj IF tók á móti Værløse BBK.
Aabyhøj IF vann sinn fyrsta sigur á laugardag þegar liðið tók á móti Værløse BBK. Lokatölur voru 81-76 Aabyhøj í vil. Ólafur J. Sigurðsson lék í rúmar 37 mínútur í leiknum og gerði 2 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Guðni Heiðar Valentínusson kom einnig við sögu en hann lék í rúmar 8 mínútur og tók 1 frákast. Þá var Axel Kárason næststigahæstur hjá Værløse með 17 stig og 3 fráköst á tæpum 30 mínútum.
 
Á fimmtudag mættust Team FOG Næstved og Horsens IC þar sem topplið Næstved fór með 96-80 sigur af hólmi. Sigurður Þór Einarsson var á skýrslu en kom ekki við sögu í leiknum.
 
Mynd/ Guðni og félagar í Aabyhøj höfðu betur gegn Værløse BBK á laugardag.
 
Fréttir
- Auglýsing -