spot_img
HomeFréttirA.J. Moye fluttur á sjúkrahús með heilablóðfall

A.J. Moye fluttur á sjúkrahús með heilablóðfall

Fyrrum liðsmaður Keflavíkur, A.J. Moye var lagður inn á sjúkrahús á þriðjudaginn með heila blóðfall eftir að hafa lent í samstuði við liðsfélaga á æfingu en þetta kemur fram á heimasíðu Deutsche Bank Skyliners Frankfurtliðsins sem Moye leikur með.
Jafnframt kemur fram að báðir leikmenn hafi getað klárað æfinguna en seinna um kvöldið þegar Moye spjallaði við fósturföður sinn í símann átti hann í erfiðleikum með að tala.
 
Talið er að þetta stafi af samstuðinu við liðsfélagann á æfingu því sama dag og þetta gerðist hafði Moye farið til læknis vegna meiðsla í fingri og þar hafi ekkert bent til þess að hann ætti við einhver veikindi að stríða.
 
Næsta dag eftir höggið tóku menn eftir því að Moye var ekki alveg í fullu fjöri og létu liðs lækninn skoða hann sem sendi hann strax á bráðamóttöku í bænum.
 
Frekari upplýsingar um líðan Moye og eftirmeðferð er ekki vitað að svo stöddu.
 
Mynd: A.J. Moye var fluttur á slysadeild með heilablóðfall – deutsche-bank-skyliners.de
 
emil@karfan.is
 
 
Fréttir
- Auglýsing -