spot_img
HomeFréttirÁ Ísland séns gegn ósigruðum Slóvenum?

Á Ísland séns gegn ósigruðum Slóvenum?

Næst síðusti leikur Íslands á Eurobasket 2017 fer fram í dag. Þá mætir Ísland ósigruðum slóvenum sem hafa átt frábært mót hingað til. Liðið stefnir á verðlaunasæti á mótinu og ætlar sér ekki að vanmeta Íslands samkvæmt viðtali Karfan.is við stórstjörnu þeirra Goran Dragic

 

Í öðrum leikjum dagsins þá getur Finnland tryggt sig áfram með sigri á Grikklandi í kvöld en Finnland hefur leikið frábærlega á mótinu hingað til. Einnig mætir Pólland Frakklandi og getur Frakkland einmitt einnig tryggt sig í 16 liða úrslit. 

 

Leikir dagsins: 

 

Ísland – Slóvenía kl 10:45 í beinni á RÚV

Pólland – Frakkland kl 13:30 

Finnland – Grikkland kl 17:00 í beinni á RÚV 2

Fréttir
- Auglýsing -