21:25
{mosimage}
Rúnar Ingi átti góðan leik fyrir Blika í kvöld
Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í kvöld að Breiðablik fékk Breiðablik í heimsókn og var spilað í báðum Breiðabliksbúningunum þ.e græna aðalbúningnum og hvíta varabúningnum. Snæfellingar gleymdu sínum fötum heima og til að þeir þyrftu ekki að spila í nýjum förum keisarans þá fengu þeir hvítu varabúninga Breiðabliks. En frá prímadonnugleymsku Snæfellinga þá hafa Breiabliksmenn verið í stuði og unnið síðustu leiki á meðan Snæfellingar hafa verið á hælunum og erfiðað sína leiki. Dómarar voru þeir snillingar Björgvin Rúnarsson og Halldór Geir Jensson.
Snæfellingar skoruðu fyrstu 8 stig leiksins og fengu Breiðabliksmenn ekki að rúlla sínum kerfum áfallalaust og voru að missa boltann klaufalega. Blikar tóku þó rispu og voru ekki á því að láta vaða yfir sig svona og komust nær 12-15 þegar skotin fóru að rata. Jafnræði var með liðunum svona heilt yfir og voru gestirnir í Snæfelli yfir eftir 1 hluta 12-19. Þess má geta að Nemjana Sovic var ekki kominn á blað og voru Snæfellsmenn að spila nokkuð seiga vörn.
Snæfellingar voru ákveðnari í sínum sóknum framan af í öðrum hluta og leiddu leikinn og spiluðu á sínum hraða. Breiðablik var þó ekki langt undan og náðu að hanga á eftir í frá 10 – 12 stigum en hittni þeirra brást á köflum og voru ekki að spila illa í sjálfu sér. Snæfellingar fengu hinsvegar sæg af opnum þristum og nýttu vel. Sovic sem hafði skorað samtals 72 stig í síðustu 2 leikjum setti sín fyrstu 2 um miðjann annan leikhluta og var í stífri gæslu Sigga Þorvalds og mátti sín lítils í teignum gegn Hlyn. Blikar fóru að spila 2-3 vörn sem gaf þeim ekkert gríðarlega mikið í lok hlutans en Snæfell leiddi í leikhlé 30-41
Hjá Breiðablik var Aðalsteinn Pálsson með 7 stig og einnig Loftur Einarsson. Nemjana Sovic hafði verið slakur framan og skorað 4 stig en tekið 5 fráköst en flest átti fráköstin Halldór Örn alls 7. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur með 12 stig og Siggi með 8 stig. Hlynur var komin með 6 stig og 8 fráköst og Atli Rafn hafði sett 6 stig en gefið 5 stoðs.
Mikil stemming var hjá Breiðablik þegar þeir nörtuðu í hæla Snæfellinga í byrjun þriðja hluta 46-48 og fékk Atli Rafn dæmda á sig óíþróttamannslega villu í látunum. Snæfellingar virtust missa flugið um tíma og hafði Einar farið yfir stöðuna í leikhlé. Blikar jöfnuðu svo 50-50 og komust yfir 53-52 og gríðalega sterk innkoma hjá þeim í seinni hlutanum þar sem Rúnar Erlingsson átti góða spretti og skoraði 12 stig á þessum kafla og Sovic var að vakna. Aðalsteinn Pálsson var borinn af leikvelli eftir að hafa stigið illa til jarðar og snúið ökkla sem var slæmt því hann var að spila vel fyrir Blika. Blikar voru alveg orðnir tilbúnir að berjast fyrir sínu eftir slaka byrjun og leiddu 58-55 fyrir lokahlutann.
{mosimage}
Sigurður Þorvaldsson var Blikum erfiður
Blikar voru að leiða fjórða hlutan með Snæfellinga ekki nema um 5 til 6 stigum á eftir og var hörku leikhluti í gangi. Sovic var illviðráðanlegri og áttu Snæfellingar oft erfitt með hann bæði í skori og fráköstum. Jafnt var á með liðunum undir lokin og heyrist vel í stuðningliðum beggja liða. Jón Ólafur fékk sína fimmtu villu þegar 2 mín voru eftir. Skiptimaður hans Daníel Kazmi kom og jafnaði leikinn fyrir Snæfellinga 65-65 og spennan lá í loftinu þegar 40sek voru eftir og leikhlé. Halldór Örn kom Blikum í 67-65 og eftir mikinn dans i teignum jafnaði Kristján Andrésson fyrir Snæfell. Nemjana átti síðasta skotið með skrefi sem var ekki dæmt og skopaði boltinn fimm sinnum á hringnum áður en hann skopaði af og framlengt var í Smáranum.
Bekkurinn hjá Snæfell byrjaði á að fá á sig tæknivillu fyrir æsing og skoruðu Blikar fyrstu 4 stigin af vítalínunni. Það var jafnt á með liðunum en Snæfellingar þó skrefi á undan og Daníel Kazmi kom þeim í 77-72 með glæsiþrist og vörnin hélt þar sem Hynur tók flest fráköstin. Magni kom svo Snæfelli í 72-79 þar sem Blikar þóttu lánlausir og allir boltar féllu með Snæfelli sem Sigraði 74-79 eftir afskaplega spennandi leik.
Hjá Breiðblik voru atkvæðamestir Rúnar með 19 stig, 7 fráköst, 9 stoðs og Nemjana Sovic 17 stig, 12 fráköst. Daníel Guðms var með 11 stig og Loftur 9 stig.
Hjá Snæfelli var Siggi Þorvalds atkvæðamestur með19 stig, 14 fráköst. Jón Ólafur 17 stig. Hlynur 11 stig og 14 fráköst. Magni 14 stig og 7 fráköst. Daníel Kazmi kom sprækur og gerði góða hluti á ögurstundu og setti 7 stig og tók 7 fráköst.
Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Snorri Örn



