spot_img
HomeFréttirSteingrímur Ingólfsson : Vonandi toppum við bara á réttum tíma

Steingrímur Ingólfsson : Vonandi toppum við bara á réttum tíma

21:45
{mosimage}

Steingrímur Ingólfsson átti virkilega góðan leik fyrir Valsmenn gegn Hetti fyrr í kvöld.  Hann skoraði 21 stig , 6 fráköst og 5 stoðsendingar.  Hann var því nokkuð sáttur með sinn leik þegar karfan.is náði tali af honum eftir leikinn. Samvkæmt tölfræði á KKI.is hefur Steingrímur ekki skorað þetta mörg stig í deildarleik síðan 7. Mars og það var akkurat gegn Hetti , en þá skoraði hann 22 stig.

 Hvað var það sem breyttist fyrir leikinn í kvöld? “ Ekki neitt, bara sama gamla.  Mér líður aðeins betur, ekki búinn að vera í það góðu formi í upphafi leiktíðarinnar, búinn að vera að glíma við allskonar lítil meiðsli.  Svo núna er mér farið að líða betur og þá bara kemur þetta”.  

Valsmenn leiddu allan leikinn í dag og oft gáfu Valsmenn það til kynna að þeir gætu verið að fara að stinga af en aldrei varð af.  Var 3 stiga sigur raunhæf mynd af leiknum? “ Já, við getum gert miklu betur.  Við spiluðum alls ekki okkar besta leik í kvöld.  Það er margt sem má laga.  Vonandi toppum við bara á réttum tíma”.  

Fréttir
- Auglýsing -