spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBrynjar Þór fótbrotinn

Brynjar Þór fótbrotinn

Leikmenn liðanna í Dominos deildunum eru þessa dagana í nokkru fríi enda stutt síðan deildinni lauk. Það er þó ekki mikið frí sem Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR tók sér í sumar. Líkt og Karfan greindi frá hefur hann verið á ferðalagi með körfuboltabúðirnar sínar sívinsælu.

Mbl.is greindi hinsvegar frá því í morgun að Brynjar hefði orðið fyrir því óhappi að meiðast fyrir stuttu. Brynjar sem lék með Tindastól á síðustu leiktíð en endurkoma hans til KR var staðfest fyrir stuttu mun hafa fótbrotnað.

Í samtali við MBL.is segir Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR: „Hann var bara að leika sér í körfu þegar þetta gerðist. Það kom í ljós nokkr­um dög­um síðar að það var brot í beini í sköfl­ungn­um. Hann hélt í fyrstu að hann hefði bara snúið sig á ökkl­an­um en svo kom í ljós að þetta var brot. Hann verður frá í fjór­ar til sex vik­ur og það er ljóst að hann mæt­ir eitt­hvað seinna til æf­inga en aðrir leik­menn,“

Brynjar gekk til liðs við Íslandsmeistara síðustu sex ára, KR á dögunum ásamt bræðrunum Matthíasi Orra og Jakobi Erni Sigurðarsonum. Liðið er því ansi vel mannað og líklegt til að gera tilkall að sjöunda titlinum á sjö árum.

Fréttir
- Auglýsing -