spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStyrkur skipulags fyrstu 4 umferðir Dominos deildar karla - Grindavík byrjar á...

Styrkur skipulags fyrstu 4 umferðir Dominos deildar karla – Grindavík byrjar á auðveldustu leikjunum, Valur þeim erfiðustu

Fyrr í dag kynnti Karfan árlega spá sína fyrir Dominos deild karla, en í henni kusu handvaldir sérfræðingar um líklega sætaröðun liðanna í deildinni á komandi vetri. Blaðamenn sem skrifa um hana sem og fyrrum leikmenn, þjálfarar og forráðamenn úr deildinni voru meðal þeirra sem gáfu álit sitt.

Hér fyrir neðan má svo sjá útreikning sem unnin er upp úr þessari spá varðandi hversu auðvelt eða erfitt skipulag hvert lið á í fyrstu fjórum umferðunum. Þar eru mótherjar hvers liðs fyrir sig lagðir saman leik fyrir leik og tillit tekið til hvort um heimaleik eða útileik er að ræða.

Líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan er það Grindavík sem á auðveldustu fyrstu fjórar umferðirnar, en liðið mætir Hetti á Egilsstöðum fyrst, taka síðan á móti Þór Akureyri, fara svo til Þorlákshafnar og leika við Þór og leika að lokum heima við Hauka.

Fjögur lið eru svo á nánast sama stað með það að eiga erfiðustu fyrstu fjóra leikina. Valur er þar með erfiðasta skipulagið, Þór Akureyri með það næst erfiðasta, Þór í Þorlákshöfn með það þriðja erfiðasta og Njarðvík fjórða erfiðasta

 Lið:Fyrstu fjórir:Erfiðleikastig:
1Grindavík@Höttur, ÞórAk, @Þór, Haukar14.9
2Stjarnan@Valur, Höttur, @ÞórAk, Þór18.8
3Keflavík@ ÞórAk, Þór, @ Haukar, @ Njarðvík21.19
4ÍR@Tindastóll, Valur, @Höttur, ÞórAk25.39
5KRNjarðvík, Tindastóll, @Valur, Höttur28.71
6TindastóllÍR, @KR, Njarðvík, Valur29.59
7Haukar@ Þór, @Njarðvík, Keflavík, @Grindavík30.95
8HötturGrindavík, @Stjarnan, ÍR, @KR33.31
9Njarðvík@KR, Haukar, @Tindastóll, Keflavík35
10Þór Haukar, @Keflavík, Grindavík, @Stjarnan36.04
11Þór AkureyriKeflavík, @Grindavík, Stjarnan, @ÍR36.85
12ValurStjarnan, @ÍR, KR, @Tindastóll36.99

Fréttir
- Auglýsing -