Tindastóll vann góðan útisigur á Njarðvíkingum í kvöld, í nokkuð sveiflukenndum leik. Lokatölur 74-77.
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, eftir leik:
“Ég er gífurlega ánægður með varnarleikinn hjá okkur og baráttuna og þetta tvennt er aðalástæðan fyrir sigri okkar hérna í kvöld. Við vorum vissulega smá klaufar að hleypa þeim inn í leikinn undir lokin eftir að hafa verið mest með 15 stiga mun. En við náðum að sigla sigrinum í höfn og það er aðalmálið.
Þetta er að koma hjá okkur, en vissulega erum við ekki á þeim stað sem við viljum vera á – við viljum vera ofar og ætlum okkur að komast ofar í töflunni. Flenard er að koma sterkur inn hjá okkur og ef við náum að spila svona góða vörn á næstunni er ég bjartsýnn á framhaldið.”
Viðtal / Svanur Snorrason



