spot_img
HomeFréttir6. sæti: Snæfell

6. sæti: Snæfell

13:14 

{mosimage}

 

 

 

 

Lið Snæfells kemur töluvert breytt til leiks í vetur. Þeir hafa fengið landsliðsmennina Sigurð Þorvaldsson og Hlyn Bæringsson aftur til félagsins ásamt því að nýr þjálfari er að þjálfa liðið, Geoff Kotila. Einnig hefur Guðni Valentínusarson gengið til liðs við liðið frá Fjölni. Snæfell ætlar aðeins að tefla fram einum erlendum leikmanni í vetur en bakvörðurinn Justin Shouse hefur gengið til liðs við þá en hann lék með Drangi í 1. deildinni síðasta vetur.

 

Snæfell hefur líka misst sterka leikmenn frá síðasta tímabili en Lýður Vignisson mun ekki spila með liðinu en hann lék lítið í fyrra vegna meiðsla og nú er hann fluttur í bæinn. Igor Beljanski hefur gengið til liðs við Njarðvík og Slobodan Subasic kemur ekki til liðsins á ný.

 

Snæfell hefur gengið upp og ofan á undirbúningstímabilinu en Geof Kotila hefur verið að rúlla á mörgum leikmönnum og reynt að sjá hvað þeir geta. Snæfell tapaði óvænt fyrir Tindastól í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í Stykkishólmi þar sem nýji erlendi leikmaður Tindastóls fór á kostum, Lamar Karim en hann skoraði 45 stig.

 

Mikið mun mæða á íslensku leikmönnum Snæfells í vetur og verður spennandi að sjá hvernig þeir munu axla þá ábyrgð. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson munu verða lykilmenn ásamt Magna Hafsteinssyni og Jón Ólafi Jónssyni. Auk þess munu bakverðirnir Justin Shouse og Helgi Guðmundsson spila mikið.

 

{mosimage}

 

Spennandi verður að sjá ungu leikmenn liðsins en Geof Kotila hefur verið að spila á mörgum leikmönnum það sem af er undirbúningstímabili. Bjarne Nielsen gæti fengið að spreyta sig töluvert og Sveinn Davíðsson hefur vakið athygli Körfunnar.is en hann spilaði mjög vel á Greifa- og Kbbankamótinu sem var á Akureyri í september.

 

Leikmannalistinn:

 

Jón Ólafur Jónsson

Magni Hafsteinsson

Bjarne Nielsen

Sveinn Arnar Davíðsson

Helgi Reynir Guðmundsson

Gunnlaugur Smnárason

Hlynur Bæringsson

Sigurður Þorvaldsson

Justin Shouse

Daníel Ali Kazmi

Guðni Valentínusson

Gunnar Már Gestsson

Atli Rafn Hreinsson

Birkir Björgvinsson

 

Karfan.is spáir Snæfell 6. sæti en ef lykilmenn standa sig á liðið möguleika á að lenda ofar. Liðið teflir aðeins fram einum erlendum leikmanni og það verður væntanlega gaman að sjá íslensku leikmenn liðsins axla mikla ábyrgð.

 

Myndir: [email protected]

 

 

7. sæti: ÍR

Fréttir
- Auglýsing -